Saltið er sökudólgurinn

Þessi árlega umfjöllun um skaðsemi nagladekkja er ávallt undanfari frétta um það hvað göturnar eru illa farnar. Undarlegt að þessum snillingum hjá borginni og vegagerðinni skuli aldrei detta í hug að tengja þetta saltaustrinum sem þeir standa fyrir. Saltdreifing hefur aukist jafnt og þétt og nær hæstu hæðum á þessum vetriSanniði til, ekki er langt þar til fréttir berast um það hversu mörg þúsund tonn af salti hefur tekist að dreifa.

Þó svo að umferð hafi dregist saman og færri aki á nöglum slitna göturnar jafn mikið eða meira en síðasta vetur.  Þetta er svo sem ekkert undarlegt þar sem göturnar eru baðaðar pækli nánast alla daga. Það virðist engin hugsun búa að baki, bara út með ykkur að salta. þeir salta jafnvel þurrar götur, afsökunin, það á að frysta í nótt.

Afleiðingarnar, auk gatnaslits, eru umhugsunarverðar. Þegar tjaran í malbikinu leysist upp af völdum saltsins sest hún í dekkin. Við það límist saman fínasta mynstrið, það sem á að gefa grip í snjó. Þar með er búið að gera dekkið gagnslítið í snjó. Hluti tjörunnar sest utan á bílinn, bindur þar í sig salt og skít og viti menn, bíllinn er bara skítugur eftir nokkra km. í slabbinu. Hafi maður áhuga á að hafa bílinn þokkalega hreinan skal maður punga út þúsundkalli fyrir líter af tjöruhreinsi. Rúðupissið er alltaf tómt, það hefst ekki undan að setja á það.

Síðast en ekki síst er það mjög slæmt fyrir bílinn að vera stöðugt í saltbaði. Hann riðgar á miklu skemmri tíma, bremsudiskar slitna helmingi hraðar og þar með klossar, þurrkublöð og svo mætti lengi telja.

Nú, svo þornar, það lægir og svifrikið tekur völdin. Hversu stór hluti þess er beinlínis salt?

Hvernig væri nú að hætta að verja dýrmætum gjaldeyri til saltkaupa og láta umferðina bara keyra á snjóþekju og hlífa götunum? það má eftir sem áður halda götunum hreinum, jafnvel betur því ekki þarf snjóruðningstækið að fara og sækja meira salt oft á dag.

Jú, þetta myndi hægja á umferðinni, en er það ekki bara í lagi, hún er hvort sem er of hröð. Og þeir fáu skussar, sem ekki skipta á vetrardekk og treysta á saltið, þeir læra fljótt að halda sig bara með drusluna heima. 

Þess má til gamans geta að þeir hinir sömu dreifa saltinu í borginni á veturna og malbika á sumrin.

 


mbl.is Dregur úr notkun nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband