21.2.2009 | 11:21
Fann enga grípandi fyrirsögn
Hafið þið kíkt í þessa frábæru laug? Það hef ég, 18 sinnum. Hún er einkar vel úr garði gerð og það hafa sundfélögin líka uppgötvað.
Nú má ekki skilja skrif mín þannig að ég hafi eitthvað á móti ungu fólki sem vill iðka sund en bíðum við, sundfélögin hafa gersamlega lagt þessa laug undir sig. Það eru engar ýkjur.
Flest fólk er í reglulegri vinnu. Eftir vinnu og fram á kvöld er síðan tími, til dæmis til að synda. En þá vandast málið. Sundfélög hafa lagt undir sig laugina. Og ef maður ekki tekur mark á þessum frátekið-merkjum, kemur fljótlega einhver gæi með flautu og bablar eitthvað á austurevrópsku máli og í kjölfarið kemur bólugrafinn unglingur og túlkar þetta. "þú mátt synda á braut 7 og 8 feiti kall", með hinum feitu köllunum og kellunum. svo er líka pláss í barnalauginni.
Hallo;;;; er ég ekki að borga hér útsvar. Ég borga mig líka ofan í.
Í tvígang hef ég spurt starfsfólkið hvort ekki er hægt að fá stundatöflu svo maður kannske geti skotið sér milli æfinga, en nei, það er ekki hægt þar sem enn er verið að bóka sundæfingar.
Minnisvarði? Nei ekki frekar en margt annað sem búið er að henda aurum í undanfarið. Frábær sundlaug sem haldið er í herkví sundfélaga.
Minnisvarði óráðsíu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.